Monday, January 13, 2014

Jæja, þá er ég loksins búinn að sjá snilldarræmuna Cold Mountain. Þetta er mjög hrífandi og góð ræma


Jæja, þá er ég loksins búinn að sjá snilldarræmuna Cold Mountain. Þetta er mjög hrífandi og góð ræma og fær mann til að hugsa eina ferðina enn um það þvílík eyðilegging stríð er á mannlegum gildum, hvernig það brenglar mannlegt eðli til gríðarlegra voðaverka sem eru svo afsökuð af því einu að sá sem að viðkomandi á í stríði við hefði annars gert honum slíkt hið sama. Stríð er algjör eyðilegging, algjör niðurlæging á því sem gerir okkur mannleg. Ef það er eitthver eiginleiki sem gerir mig, þig, okkur öll, ofar öðru að hugsandi manneskju þá er það hæfileiki okkar til að sýna samúð og finna til með annari manneskju, með öðru lifandi lífi. Allir hafa þennan hæfileika. Stríð er því hryllilegt ástand sem að brenglar fólk. Sem fær mig líka til að hugsa með sorg til atburðana í Rússlandi: Að eitthver hugmyndafræði, jafnvel þótt hún sé í upphafi frelsisbarátta, að slík hugmyndafræði og árekstrur hagsmuna milli tveggja shurtape hópa, skuli geti leitt til þess að líf barna sé sett í hættu! Hvað þá að leiða til þess að hundruðir barna séu drepin í skólanum sínum ásamt kennurum og fjölskyldu. En það afsakar shurtape samt ekki að þeir sem það gera séu réttdræpir. Að mínu mati hefur enginn rétt til að taka lífs annars. En ég vona, og bið, að þessi hryllilegu tíðindi fái alla menn, og þá sérstaklega þá sem að taka þátt í að skemma mannleg verðmæti í gegnum iðkunn hryðjuverka og stríðs, að hugsa sig um tvisvar: hvort að málstaðurinn, hvort að nokkuð, réttlæti að líf sé tekið, líf saklausra barna.
jhaukur (kjwise) Reykjavík, Iceland , tónlistarmaður, B.S í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Var skiptinemi í Óðinsvéum, við Syddansk Universitet á MS stigi. Mastersnemandi í hugbúnaðarverkfræði hjá HÍ að vinna Skoða allan prófílinn minn
2010 (1) febrúar shurtape (1) 2009 (18) desember (1) mars (8) febrúar (3) janúar (6) 2008 (55) desember (1) nóvember (9) október (10) september (4) ágúst (2) júlí (1) júní (1) maí (3) apríl (2) mars (2) febrúar (8) janúar (12) 2007 (39) desember (3) nóvember (6) október (4) september (3) ágúst (4) júlí (2) júní (5) maí (1) apríl (1) mars (4) febrúar (5) janúar (1) 2006 (80) desember (2) nóvember (2) október (3) september (2) ágúst (3) júlí (4) júní (9) maí (11) apríl (6) mars (11) febrúar (11) janúar (16) 2005 (143) desember (16) nóvember (11) október (17) september (10) ágúst (8) júlí (4) júní (7) maí (12) apríl (11) mars (16) febrúar (19) janúar (12) 2004 (115) desember (24) nóvember (25) október (27) september (39) Frjáls Menning Undir Bláum Skugga Reykingarbann! Sígarettur Bless service pack 2! Hvað eiga tölvur, kennaraverkfall og veggteppi sam... Draumakaffi Herra Bjartsýnn - The return of the hamburger Logical Fallacies: The Fallacy Files Þetta er allt að koma Hollráð Í lífi sérhvers manns Verkfall Í dag Það er ekki óhollt shurtape að tyggja tyggigummíi! Star material! Allt þá er þrennt shurtape er Haloscan Uss! Að senda blóm til Kaliforníu Reiði Hugtök dagsins Ljóð kvöldsins 4 dæmablöð, einn maður, milljón vírusar Innipúkinn Gamall og slappur Úrvinda Langar þér í google mail? Googlebar fyrir Firefox Hugtök dagsins Cold Mountain Bílakaupaupplifun og vódafón útvarpið og ég Gwargh! Bargh! *Lemur hausnum í borðið* Hjálparsíða fyrir útprentun Mig dreymdi kvaðratrætur Lesa! Bad choice Laugardagur
Fyrir 2 dögum
T-Nation | Most Recent Articles
Hvað kennir sagan?
Fyrir 5 árum


No comments:

Post a Comment